TVÖÞÚSUNDOGFIMM (endurbætt)
Ár þriðja bekkjar, sumars, fjórða bekkjar og jóla.
Ég ætla ekki að skrifa nöfnin á þeim sem mér þykir ótrúlega vænt um, þið vitið hver þið eruð.
Sumarið stendur óneitanlega uppúr á árinu. Ógleymanleg Hróarskelda og svo letilíf í danmörku hjá Rakel, Viktori og Ísaki (og Þórnýju). Einnig góðir MH-ingar á Vesterbro. Síðustu 3 vikurnar af sumarinu með Ísaki í noregi voru líka ógleymanlegar.
Útskriftarferði stendur líka klárlega uppúr. Efes og kokteliar á barnum og að gera ekkert nema drekkareykjaríða í tvær vikur. Jú... fórum útí búð tvisvar.
Ég verð aldrei samur eftir Sigur Rós í höllinni í desember.
Ég náði vorprófunum og komst í 4ða eff og líkar það vel. Bekkurinn alltaf að kynnast betur og betur. Var ritstjóri Munins (skólablað MA) og gaf út veglegt vorblað ásamt fríðu föruneyti. Hætti sem ritstjóri og annað fólk tók við. Ákvað þó síðar að hjálpa til (gerðist aðstoðarritstjóri) og hanna jólablaðið sem kom út í kringum 13. des. Ekki var ég þó fullsáttur með eigið framlag til hönnunar, en ég lærði þó mikið (af mistökum eins og oftast er). Bauð mig fram í stjórnina og tapaði fyrir Þórnýju.
Besta fag á haustönn: Heimspeki
Versta fag á haustönn: Lögfræði
Ég áætla að ég hafi reykt um 150 sígarettupakka eða um 3000 sígarettur og drukkið sem svarar til 364 lítra af bjór (728 hálfslíters). Þessar tölur eru mjög ónákvæmar.
Besta fyllerí: Hróarskelda + sumar (næstbesta: jólin)
Versta fyllerí: Það voru engin slæm fyllerí
Jólin voru ógleymanleg og ég komst að því hversu lítið jólabarn ég í rauninni er.
Besti dagur: Jóladagur. Drekka í sólinni um dag og svo djamm með Auði, Lilý, Sveini Tjörva og Óskari (busa).
Bestu áramótin: Í gær.
Bestu áramótaheitin:
- skrifa meira í Alfræðiorðabók HOMMA
- komast að því hvað (í andskotanum) ég vil gera eftir útskrift
- taka fleiri ljósmyndir
- hanna meira
- skrifa handrit að stuttmynd og gera hana
- búa til meiri tónlist
Verstu áramótaheitin:
- drekka minna
- hætta að reykja
- byrja að stunda jóga og líkmsrækt
- fara í ljós
- horfa á fleiri amerískar bíómyndir
- kaupa mér föt í sautján
- læra meira