free web stats

fimmtudagur, júní 21

Fluginu til Íslands var seinkað frá kl. 22 til kl. 02:30. Það var gaman því allt á flugvellinum lokaði kl. 23, og það eina sem ég gat keypt mér var kasíuhnetur.

Þegar ég er svo loksins lentur kl. 4:30 og kominn til hafnarfjardar kl. 5 á ég enga inneign til að hringja í leigubíl til að komast heim til mín. Ég fékk vægt taugaáfall, búinn að ferðast samtals í 17 klukkutíma og allt leit út fyrir að ég þyrfti að sofa á götunni.

Þá sendi heilagur guð mér son sinn Jésú í líki leigubílsstjóra með breitt bros, sem tók mig upp og sagði að allt myndi bjargast. Hann keyrði mig heim. Ég mun aldrei gleyma honum.

--- --- ---

Ef þrenningin væri djasstríó, hver myndi þá spila á hvað?
Fyrst hélt ég að guð væri á trommum, heilagur andi á kontrabassa og Jésú á sax. En Ásgeir benti mér á að hljómsveitastjórinn er oftast á píanói. Þannig að þetta lítur svona út.

Guð: Píanó
Heilagur andi: Trommur
Jésú: Sax
|