free web stats

miðvikudagur, september 28

Djöfull var ég góður DíDjeí í dag í sundlaug akureyrar í 15 stiga gaddi og grenjandi rigningu (?). Var meiriaðsegja besti dómarinn í gusukeppninni. Og næsta DíDjeí-djobb verður á fimmtudaginn á Oddvitanum, allir þangað, hópferð í hópreið, sjálfrennireið.

Svo hef ég aldrei sagt söguna af mesta matsjó mómenti mínu í langan tíma þegar við, Arnar, Maggi og Robbi vorum að ræða málin í gufunni á Ytri-vík á föstudaginn. Meðal umæðuefna voru:
hvort eigi að raka sig undir höndum
hvort eigi að raka púng (sic)
hver hárvöxtur okkar var á ýmsum stöðum líkamans
og margt fleira...
og við vorum allir grafslvarlegir, enda þörf á svona annað slagið.

Svo var ég að kynna hugtakið tónlist fyrir Dagnýju sem hafði aldrei heyrt um Notwist, Sneaker Pimps og Nick Cave. Hún veit hvað hún á hlusta á núna.

Svo er teboðið hjá Khelgu á fimmtudaginn, ég hlakka til.
|

þriðjudagur, september 27

Fékk mitt annað DJ-jobb þessa vikuna í dag. Ég verð að spila annanhvern fimmtudag á Oddvitanum, (byrja næsta fimmtudag) og svo var ég beðinn í dag að sjá um tónlist í busasundinu á morgun. Allt fer uppávið!

Við Ásgeir og Hafliði héldum góðan fund um "Fyrir Luktum Dyrum", leikritið sem við ætlum að setja upp fljótlega, í gær á Karólínu. En sáum að Ásgeir þarf að þýða það fyrst til að við getum byrjað einhverja vinnu að alvöru, en kappinn keypti sér 12" iBook í dag til að geta klárað leikritið (og margt annað) á mettíma. Til hamingju Ásgeir með fyrsta makkann!
Ég gisti samt í herberginu hans í nótt, undir náttslopp og í öllum fötunum, djöfull var ég ógeðslegur í morgun... piff. Og hausverkurinn fer nú að hverfa fljótlega, vona ég. Innilega. Mígreni. Greni. Refur.
|

sunnudagur, september 25

Ég var að fá póst sem ég er búinn að vera að bíða eftir lengi, og hann er byrjunin á að leysa það eina sem er að hrjá mig akkúrat núna.
Annars var ég að rúlla inn um dyrnar, kl. 05:45, og kvöldið var bara fínt. Sé þó eftir að hafa ekki farið í partý þar sem ég hefði verið velkominn. Gærdagurinn var hinsvegar frábær. Ytri-vík með 3F og 3H, frábærir strákar. Ég kynntist Sverri þar almennilega og áttum við langar samræður um eiturlyf og tilgang þeirra. Einnig var skemmtilegt að Hjalti rústaði mannorði sínu og Robbi fékk brútal upplifun. Þótti mér líka skemmtilegt að hitta Mörtu sem ég hafði ekki séð í heilt ár og fá fréttir af gömlum ástum.
Mamma fór til Krítar í gær og verður þar í 2 vikur = ég mun deyja úr frelsi og hungri og ábyggilega halda ófá partý.
|

fimmtudagur, september 22

Ég ákvað rétt í þessu að ég ætli að láta kommentakerfið mitt snúa rétt. Þ.e. að nýjasta kommentið komi neðst og það elsta efst. Og sé strax að þetta lítur miklu betur út.

'Ég er með ofnæmi fyrir krabbameini.'
-A.A.S

*pása*

Ég þurfti að skreppa frá. Ég ákvað að raka hárin undir höndunum á mér. Í alvöru. Ég er byrjaður að svitna svo ógurlega.

Busunin er búin og flestir sáttir held ég og þá sérstaklega Jón Már sem tókst að grafa hina gömlu busun að eilífu og sýna að honum er alveg sama um skoðanir nemenda sinna.

lifið.heil.
|

föstudagur, september 16

Tyrkland var... ólýsanlegt. Ætla þangað aftur, og þakka öllum sem fóru fyrir frábæra ferð.
|