free web stats

föstudagur, desember 2

Árshátíðin er búin og mig langar að fara að grenja. Síðasta árshátíðin þýðir hálft ár eftir í MA. Mér líður eins og gömlum hundi sem er orðinn blindur og langar ekki að deyja. Mér líður einsog flugu sem lifir bara í sólahring og ég á bara einn klukkutíma eftir. Vinir eru að hverfa. Andri Freyr er fluttur suður og Viktor er að fara bráðum. Þegar 17. júní kemur þá á ég eftir að brotna niður, þá mun allt sundrast, allir fara í hvor sína áttina. Og þá á maður ekkert eftir, og þarf að byrja uppá nýtt. Nýir vinir, nýr staður, nýir tímar. Ég vil ekki að þetta sé að verða búið.
|