free web stats

miðvikudagur, október 5

Fólk var farið að dansa á Oddvitanum síðasta fimmtudag, og ekki veit ég til þess að það hafi oft gerst áður. Djöfull leið mér vel, það var öflug tilfinning. En fyrsta DJ-giggið gekk áfallalaust, nema hvað að ég féll flatur uppá sviði og fjölmargir sáu það. Svo var ég beðinn að spila aftur á laugardaginn. Þá brosti ég. Fyrsta helgar-dj-giggið. Vá, svo mikið að halda uppá. DJ Hume snýr aftur.

Svo ákvað ég að betrumbæta þetta ágæta blogg og uppfæra linkalistann og setja mynd af mér hér til vinstri. Myndina tók Arnar.

Þessa dagana er ég að kenna sjálfum mér að sampla, og það gengur bara ágætlega. Einnig er ég að ná í tónlist sem ég ætla að spila á laugardaginn, Rivers of Babylon o.fl.... 80's og diskó í bland við elektró, rokk og hip hop.

Um helgina komu til akureyrar Helga, Jón, Nína og Sveinn, og þau komu í partý til mín á laugardaginn. Það var ánægjulegt. Hélt líka partý á föstudaginn þar sem Axel fór á kostum í viðreynslu. Nokkrir félagar þar. En á laugardaginn var einskonar bekkjarpartý + fleiri. Áfallalaust, nema það að Agli og Bjartmari tókst að brjóta glas í sameiningu, veit ekki hvernig.

Svo hefur spurningin um hvort ég eigi við áfengisvandamál að stríða strítt mér. En svo fékk ég mér í glas og allt lagaðist.

Og í björgunarsveitinni í íþróttatíma í dag komst ég að því að kvenkynið er hið æðra kyn.
|