free web stats

sunnudagur, október 16

Þegar ég svo vaknaði kl. 10 um morgunin var ég drukkinn, mjög drukkinn. Ég settist uppí bíl með Andra og Anítu og við fórum í skólann. Þar gekk ég inní enskutíma og fékk nokkur komment um að það væri frekar sterk áfengislykt af mér, þá fann ég líka bragðið uppí mér en ég hafði ekki haft tíma til að bursta í burtu æluskánina. Ég lifði tímann af og fór uppá vist og lagði mig í rúmið hans Ásgeirs.

Þetta gerist allt á fimmtudegi og föstudegi gott fólk og ég var ekki hress þegar ég vaknaði kl. 1 við að Ásgeir var búinn í skólanum.

Kl. 19 sama dag flaug ég suður, þunnur, til að hitta pabba og afa. Þeir voru vel í glasi á Óliver á laugaveginum ásamt Bósa kærasta mömmu og Davíð vini þeirra. En þar var hellt í mig bjór og síðan fórum við að hitta félaga þeirra í hafnarfirðinum og þar var hellt í mig líka. Að lokum var förinni heitið á Players í kópavogi á Á móti sól ball en þar entumst ég og afi ekki lengi, enda sá gamli orðinn áttræður og heldur þreyttur. Við fórum heim til hans og ræddum lífið og tilveruna til 5 um morguninn.
|