free web stats

þriðjudagur, september 27

Fékk mitt annað DJ-jobb þessa vikuna í dag. Ég verð að spila annanhvern fimmtudag á Oddvitanum, (byrja næsta fimmtudag) og svo var ég beðinn í dag að sjá um tónlist í busasundinu á morgun. Allt fer uppávið!

Við Ásgeir og Hafliði héldum góðan fund um "Fyrir Luktum Dyrum", leikritið sem við ætlum að setja upp fljótlega, í gær á Karólínu. En sáum að Ásgeir þarf að þýða það fyrst til að við getum byrjað einhverja vinnu að alvöru, en kappinn keypti sér 12" iBook í dag til að geta klárað leikritið (og margt annað) á mettíma. Til hamingju Ásgeir með fyrsta makkann!
Ég gisti samt í herberginu hans í nótt, undir náttslopp og í öllum fötunum, djöfull var ég ógeðslegur í morgun... piff. Og hausverkurinn fer nú að hverfa fljótlega, vona ég. Innilega. Mígreni. Greni. Refur.
|