free web stats

miðvikudagur, september 28

Djöfull var ég góður DíDjeí í dag í sundlaug akureyrar í 15 stiga gaddi og grenjandi rigningu (?). Var meiriaðsegja besti dómarinn í gusukeppninni. Og næsta DíDjeí-djobb verður á fimmtudaginn á Oddvitanum, allir þangað, hópferð í hópreið, sjálfrennireið.

Svo hef ég aldrei sagt söguna af mesta matsjó mómenti mínu í langan tíma þegar við, Arnar, Maggi og Robbi vorum að ræða málin í gufunni á Ytri-vík á föstudaginn. Meðal umæðuefna voru:
hvort eigi að raka sig undir höndum
hvort eigi að raka púng (sic)
hver hárvöxtur okkar var á ýmsum stöðum líkamans
og margt fleira...
og við vorum allir grafslvarlegir, enda þörf á svona annað slagið.

Svo var ég að kynna hugtakið tónlist fyrir Dagnýju sem hafði aldrei heyrt um Notwist, Sneaker Pimps og Nick Cave. Hún veit hvað hún á hlusta á núna.

Svo er teboðið hjá Khelgu á fimmtudaginn, ég hlakka til.
|