free web stats

þriðjudagur, mars 8

Alltaf vill þér eitthvað til, Ögmundur skítur.

Nóg er vatn í Vilpu.

Tröll hafi nú tóbakið.

Þá er strompurinn búinn.

Allt er snautt ef ekki er rautt.

Eigi skal skuturinn eftir liggja ef allvel er róið í fyrirrúminu.

Sá veit gjörst hvar skórinn kreppir sem hefur hann á fætinum.

Það er sitthvað Skálholt og Skítholt.

Það er ekki skítur skarnið úr barninu.

Betur sér ljós en auga, sagði karlinn og stakk úr sér augað.

Hægra er að passa hundrað flær á hörðu skinni en píkur tvær á palli inni.

Það er annað Ólafur pá en Ólafur uppá.

Mæli ég sem aðrir mæla, sagði hún Skitinhæla (litla læða).


Íslenzkir málshættir eftir Bjarna Vilhjálmsson og Óskar Halldórsson.
|